Andlát: Magnús H. Magnússon

Magnús H. Magnússon
Magnús H. Magnússon

Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 19. október, 68 ára að aldri.

Magnús fæddist á Hólmavík 2. febrúar 1952, sonur Magnúsar Ingimundarsonar og Sigrúnar Huldu Magnúsdóttur. Magnús ólst upp á Hólmavík og vann þar ýmis störf frá 13 ára aldri og var meðal annars á sjó þar til hann fór í Iðnskólann í Reykjavík. Hann flutti til Hafnar í Hornafirði árið 1972 ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Magnúsdóttur, þar sem hann lærði rafvirkjun. Magnús starfaði sem rafvirkjameistari alla tíð, var mikill athafnamaður og tók virkan þátt í uppbyggingu ferðamála á Vestfjörðum.

Hann rak hellusteypu, bílaleigu, verslun með rafmagns- og ljósabúnað, var vitavörður, umsjónarmaður flugvallarins um árabil, umboðsmaður Stöðvar 2 og fréttaritari Morgunblaðsins á Hólmavík. Hann fékk einkaflugmannspróf 1989. Magnús var einn af stofnendum Galdrasafnsins á Hólmavík og sat í stjórn Orkubús Vestfjarða.

Hann sinnti félags- og sveitarstjórnarmálum um árabil, sat í hreppsnefnd og var oddviti Hólmavíkurhrepps, síðar Strandabyggðar. Magnús og Þorbjörg keyptu og gerðu upp elsta hús Hólmavíkur og ráku þar myndarlegan veitingstað, Café Riis, frá 1996. Að auki keyptu þau gamla félagsheimilið, Braggann og gerðu upp í upphaflegri mynd. Magnús og Þorbjörg seldu reksturinn á Hólmavík árið 2005 og fluttu til Kópavogs.

Börn Magnúsar og Þorbjargar eru Sigrún Harpa fædd 1971 og Marín fædd 1976. Auk þess átti Magnús tvíburana Eyjólf og Sigurbjörgu, fædd 1976.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »