Breytingar gerðar á meistaraverki Guðjóns

Eimskipafélagshúsið Mynd frá síðustu öld. Fremst má sjá hina frægu …
Eimskipafélagshúsið Mynd frá síðustu öld. Fremst má sjá hina frægu Steinbryggju sem hvarf undir landfyllingu 1940. Ljósmynd/Magnús Ólafsson

Til stendur að gera breytingar á húsinu Pósthússtræti 2, sem í daglegu tali hefur verið nefnt Eimskipafélagshúsið. Húsið er friðað og allar breytingar á friðuðum húsum þurfa samþykki þar til bærra yfirvalda.

Pósthússtræti 2 er steinsteypuhús reist árið 1919. Hönnuður var Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, og þykir húsið eitt af mörgum meistaraverkum hans. Húsið var stækkað til vesturs árið 1979 í samræmi við frumteikningar Guðjóns. Hönnuður var Halldór H. Jónsson arkitekt. Menntamálaráðherra friðaði húsið árið 1991. Eimskipafélag Íslands reisti húsið fyrir skrifstofur félagsins. Árið 2004 var það selt og í framhaldinu var því breytt í hótel sem fékk nafnið Radisson Blu 1919.

Teiknistofan Tröð sækir um leyfi fyrir breytingum á húsinu fyrir hönd eigandans LF2 ehf. (Eik fasteignafélag). Erindið hefur verið til umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg og var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa sl. þriðjudag. Samkvæmt umsókninni stendur til að gera breytingar á 1. hæð Pósthússtrætis 2 og hluta Hafnarstrætis 9-11 ásamt minniháttar breytingum á kjallara Pósthússtrætis 2, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert