Farsóttarhús opnað á Akureyri

Frá Akureyri. Virk smit á Norðausturlandi eru 41 og 119 …
Frá Akureyri. Virk smit á Norðausturlandi eru 41 og 119 eru í sóttkví. mbl.is/Sigurður Bogi

Farsóttarhús hefur verið opnað á Akureyri fyrir þá sem smitast hafa af Covid-19 en eiga þess ekki kost að dvelja í einangrun heima hjá sér. Þetta er fyrsta farsóttarhúsið sem opnar utan Reykjavíkur í þessari bylgju faraldursins. 

Ástandið er hvað skæðast á Norðurlandi eystra af öllum stöðum utan Sunnlendingafjórðungs en í stöðuskýrslu almannavarna í dag er það þó metið „þokkalegt.“

Á þessari stundu dvelja aðeins örfáir í nýju farsóttarhúsi að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingafulltrúa almannavarna. Virk smit á Norðausturlandi eru 41 og 119 eru í sóttkví. 

Í farsóttarhúsunum tveimur sem starfrekin eru í Reykjavík dveljast nú 83, þar af eru 66 í einangrun. Í einangrun eru 1.027.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert