Úttektir nema tæpum 15 milljörðum

Landsmenn fengu greidda tæpa 15 milljarða úr séreignarsjóðum á tímabilinu frá apríl til og með september.

Eins var búið að afgreiða 854 umsóknir rekstraraðila um greiðslu úr ríkissjóði vegna hlutabóta uppsagnarfrests. Af þeim hafa 317 fyrirtæki fengið greidda samtals tíu milljarða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í fyrri hluta október var svo búið að greiða 1.052 fyrirtækjum tæpar 888 milljónir vegna lokunarstyrkja sem minni fyrirtæki gátu sótt um úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í nýútgefnu yfirliti Skattsins yfir þær aðgerðir sem embættið hefur umsjón með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert