Fleiri greinast með smit á Landakoti

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum að þrír sjúklingar hefðu bæst við þá 16 sjúklinga sem greindust í gær með Covid-sýkingu á Landakoti. Þá væru 10 starfsmenn einnig smitaðir.

Þetta kemur fram á vef Rúv. Páll sagði ennfremur að hópurinn væri viðkvæmur og það segði sína sögu að flytja þyrfti fólk á spítala.

„Ég var að fá þær fréttir rétt áðan að þrír sjúklingar í viðbótar hafa bæst við með Covid sýkingu á Landakoti svo við höfum ekki náð eins vel utan um þá sýkingu eins og við vonuðumst til.“ sagði Páll í kvöldfréttum.

mbl.is