Íþróttastarfsemi barna hefjist á ný

íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar …
íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast á ný hefjast 3. nóvember næstkomandi mbl.is/Kristinn Magnússon

Börn fædd 2004 og eldri mega hefja æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitafélaga og íþróttafélaga frá og með 26. október. Þá mun íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar hefjast á ný 3. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, en ákvörðunin var tekin í samvinnu með sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu og ÍSÍ.

Öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið utandyra í rúmar tvær vikur, og skólasund hefur legið niðri, í samræmi við ákvörðun sveitafélaganna sem tekin var 8. október.

Þó verður bannað að blanda saman ólíkum hópum umfram það sem er í gildi í skólum.Enn verður íþróttastarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar óheimil, þar á meðal starfsemi sem krefst notkunar á sameiginlegum búnaði. Einnig þarf að gæta að fjarlægðarmörkum og persónulegum sóttvörnum.

Fram kemur í tilkynningunni að þessar ákvarðanir séu teknar í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið sé á viðkvæmum tíma í faraldrinum og að mikilvægt sé að fara varlega til að ná tökum á faraldrinum og draga úr sóttvarnaráðstöfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert