Kórónuveirusmit í Ölduselsskóla

Ölduselsskóli.
Ölduselsskóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm starfsmenn í Ölduselsskóla hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og hefur fjöldi annarra starfsmanna verið sendur í sóttkví. Þá hafa tæplega fjögur hundruð nemendur verið sendir í sóttkví vegna smitanna.

Þetta staðfesti skólastjóri Ölduselsskóla í samtali við Vísi.

Þar segir að sjö árgangar séu komnir í sóttkví í skólanum. Frá fjórða upp í tíunda bekk. Bent er á, að rúmlega fimm hundruð nemendur séu í skólanum en tæplega fjögur hundruð þeirra séu nú í sóttkví.

mbl.is