Nældi sér í 457.000 kr.

Lottó
Lottó

Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti kvöldsins og verður potturinn því þrefaldur í næstu viku. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rúmar 457 þúsund krónur í sinn hlut.

Miðinn var keyptur í Vídeómarkaðnum í Kópavogi, að því er segir í tilkynningu.


Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Tveir miðanna eru í áskrift en hinir voru keyptir í Skálanum í Þorlákshöfn, Hagkaup á Akureyri og Skálanum á Stokkseyri.

mbl.is