Smit á Vogi

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi hefur verið greindur með Covid-19. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir í samtali við mbl.is að nú sé verið að afgreiða hverjir fari í sóttkví af þeim sem viðkomandi hefur verið í samskiptum við.

DV greindi fyrst frá.

Sjúklingar eru skimaðir fyrir innlögn en viðkomandi mun hafa fundið fyrst fyrir einkennum þegar hann var búinn í skimun. Vogur er rekinn af SÁÁ og þangað leitar fólk í meðferð við fíknivanda.

Uppfært 18:28: Vogi er skipt upp í álmur og er nú búið að loka þeirri álmu sem viðkomandi sjúklingur dvaldi á og nokkrir sjúklingar hafa verið sendir heim í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert