Tíu tegundir trjáa í 20 metra klúbbinn og fleiri eru á leiðinni

Á Klaustri. Björn Traustason við sitkagreni sem nálgast 30 metra …
Á Klaustri. Björn Traustason við sitkagreni sem nálgast 30 metra hæð og er hæsta tré sem mælt hefur verið hér. Ljósmynd/Ólafur Stefán Arnarsson

„Árið 1995 náði tré 20 metra hæð í fyrsta sinn á Íslandi, rússalerki í Atlavíkurlundi. Það þótti svo merkilegt að forsætisráðherra var kallaður til. Fáum árum seinna bættust svo alaskaösp og sitkagreni í 20 m hópinn. Næst voru það svo eitt af öðru blágreni, evrópulerki, stafafura og degli. Alls höfðu því sjö trjátegundir rofið 20 metra múrinn fyrir árið 2019.“

Þetta kemur fram í grein Þrastar Eysteinssonar skógæktarstjóra í nýútkominni ársskýrslu Skógræktarinnar. Hann nefnir að 2019 hafi allmörg tré mælst yfir 20 metra há, sum á nýjum stöðum þar sem ekki hafi verið vitað af svo háum trjám áður.

Ekki hafi síður verið merkilegt að þrjár nýjar tegundir bættust í 20 metra klúbbinn; rauðgreni, fjallaþinur og álmur og eru tegundirnar því orðnar tíu. Auk þeirra eru fimm tegundir í viðbót komnar í um og yfir 18 metra hæð og munu því væntanlega bætast í hópinn á næstu árum. Það eru skógarfura, hengibirki, gráelri, blæelri og askur, segir í umfjöllun um þessa áfanga í trjáræktinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »