Verður þú á nýjum bíl í desember?

Hlynur Björn Pálmason, sölumaður hjá Öskju, við bílinn.
Hlynur Björn Pálmason, sölumaður hjá Öskju, við bílinn. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Í heimsfaraldri er mikilvægt að sýna þakklæti og einblína á ljósu punktana í tilverunni. Þess vegna hefur Árvakur ákveðið að efna til happdrættis og gæti heppinn áskrifandi Morgunblaðsins átt von á því að eignast glænýjan Honda E rafbíl frá bílaumboðinu Öskju.

„Þetta er okkar leið til þess að þakka áskrifendum fyrir það traust sem þeir sýna okkur,“ segir María Lilja Moritz Viðarsdóttir, þjónustustjóri Árvakurs. Vinningshafi verður dreginn út þann 17. desember næstkomandi. 

„Á þessum skrítnu tímum er mikilvægt að hafa eitthvað skemmtilegt í gangi og hví ekki að gefa bíl? Við erum þakklát Öskju fyrir þetta skemmtilega samstarf og það verður virkilega gaman að horfa á eftir heppnum áskrifanda Morgunblaðsins aka burt á þessari flottu Hondu E,“ segir María og bætir við að um sé að ræða skemmtilegan rafbíl og tilvalinn borgarbíl, með 220 kílómetra drægni.

Happdrættið er ekki það fyrsta sem Árvakur efnir til: „Það er gaman að gleðja og margt skemmtilegt hefur komið upp þegar við tilkynnum vinningshafanum að heppnin hafi verið með honum.

Ég man sérstaklega eftir einum sem ég hringdi sjálf í, viðkomandi vann flugmiða fyrir tvo og þegar hann svaraði trúði hann mér ekki. Hann hélt að ég væri vinkona konunnar hans og að um einhversskonar grín væri að ræða. Ég var heillengi að sannfæra manninn og endaði með að senda honum tölvupóst frá Morgunblaðinu svo hann tryði mér,“ segir María.

„Ef þú ert ekki nú þegar áskrifandi hringdu þá í okkur í síma 569-1100, fáðu blaðið inn um lúguna sex daga vikunnar og tryggðu þér það besta í íslenskri blaðamennsku,“ segir hún að lokum.

mbl.is