Vinnubrögðin sögð alvanaleg

Móðir, sem rætt hefur mál dóttur sinnar sem er á einhverfurófi, í nokkur skipti í Morgunblaðinu, síðast í sumar, hefur verið tilkynnt til barnaverndarnefndar.

Það er BUGL sem er á bak við tilkynninguna en móðirin hefur átt í deilum við deildina vegna þjónustu sem hún segir dóttur sína eiga rétt á en fái ekki.

Þegar móðirin leitaði skýringa fékk hún þau svör að þetta væru alvanaleg vinnubrögð hjá deildinni. Móðirin segist hafa viljað ræða efni tilkynningarinnar við starfsmenn BUGL og fékk fund með tveimur yfirmönnum. Þar hefði henni verið mætt með reiði og ólýsanlegri heift.

Dóttirin á ekki við hegðunarvandamál að stríða en er hlédræg og félagsfælin. Móðirin hefur áður lýst því að slík börn virðist falla milli skips og bryggju í kerfinu, að því er fram kemur í umfjölllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert