Gleymdi kanilsnúð í örbylgjuofni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Breiðholtsskóla í kvöld. Kveikt hafði verið í rusli fyrir utan skólann og viðvörunarkerfi farið í gang. 

Þá fór viðvörunarkerfi í miðbænum í gang fyrir skömmu. Að sögn varðstjóra hafði einhver verið að hita upp kanilsnúð í örbylgjuofni og gleymt honum. 

Þá brást slökkviliðið við vatnsleka í Fellsmúla. 

Alls hafa fimm útköll dælubíla borist slökkviliðinu í kvöld.

mbl.is