Leifar fellibylsins hafa áhrif á Ísland

Peningum virðist hafa rignt úr ríkissjóði undanfarið ef mið er …
Peningum virðist hafa rignt úr ríkissjóði undanfarið ef mið er tekið af uppgjörinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir ágætist veður á landinu á morgun en seinni part dags gæti hvesst vel við suðurströndina og á Vestfjörðum. Þegar líða tekur á vikuna hvessir duglega og talsverð rigning er í kortunum. 

Austlægar áttir, 10-18 m/s, en dálítið hvassari syðst fyrripart vikunnar. Lítilsháttar úrkoma fyrir norðan og austan, en skýjað og þurrt annars staðar. Fer að rigna um allt land eftir miðja viku, jafnvel talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en kólnar þegar líður á helgina,“ segir á vef Veðurstofunnar. 

Spáð er um 20 m/s á Suðurlandi á þriðjudag en það eru áhrif af leifunum af fellibylnum Epsilon sem er á leið fram hjá Kanada og Nýfundnalandi um þessar mundir. 

Þegar líða tekur á vikuna fer að kólna og þá sérstaklega inn til landsins og er spáð mest 6 til 7 stiga frosti í innsveitum aðfaranótt miðvikudags. Einnig gæti fryst á Akureyri og á Egilsstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert