Ölduselsskóla lokað vegna smits

Ölduselsskóli.
Ölduselsskóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ölduselsskóli verður lokaður fram á miðvikudag eftir að fimm starfsmenn við skólann greindust með kórónuveiruna. Stór hluti nemenda og starfsfólks er í sóttkví. 

Vetrarfrí er í skólanum út mánudag, en í tilkynningu á vef skólans kemur fram að vegna sóttkvíar starfsmanna og nemenda verði skólinn áfram lokaður fram á miðvikudag.

„Við biðjumst velvirðingar á þessu en teljum mikilvægt að fá upplýsingar um útbreiðslu veirunnar í Ölduselsskóla áður en við bjóðum nemendum og starfsfólki aftur inn í skólann. Frístundastarfið fellur einnig niður þennan dag,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert