Aukið álag vegna smita í heilbrigðisþjónustu

Covid-19 teymi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Covid-19 teymi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Facebook-síða SHS

Smit innan heilbrigðisþjónustu hafa aukið álag á sjúkraflutningafólk slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Síðasta sólahring voru 80 sjúkraflutningar á vegum slökkviliðsins, þar af 21 forgangsverkefni og 18 flutningar tengdir Covid-19. 

Dælubílar voru kallaðir út sex sinnum og gengu útköllin öll mjög vel. „Enda öll smá í sniðum og ekki alvarleg,“ segir í facebookfærslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert