Hrakinn göngumaður á leið til byggða

Þórsmörk.
Þórsmörk. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveit frá Hvolsvelli fór síðdegis í dag í Þórsmörk og athugaði með göngumann sem var þar á ferðalagi og hafði verið á göngu á hálendinu í nokkurn tíma.

Fram kemur í tilkynningu frá björgunarsveitum að tilkynnt hafi verið um manninn. Slæm veðurspá er í gildi á svæðinu á morgun og ferðalöngum leist ekki á að maðurinn væri einn á ferð.

Björgunarsveitarfólk er nú komið að manninum og er hann á leiðinni til byggða með þeim.

mbl.is