Mótmæla „helvíti sem konum er gert að búa við“

Frá mótmælunum í kvöld.
Frá mótmælunum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Sem brottfluttum Pólverjum þykir okkur mjög leitt að geta ekki mótmælt með samlöndum okkar því helvíti sem konum er gert að búa við,“ sagði meðal annars í yfirskrift mótmæla sem haldin voru fyrir utan sendiráð Póllands fyrr í kvöld. 

Þar kom nokkur hópur fólks saman og mótmælti breytingum á lög­um um þung­un­ar­rof í Póllandi sem tóku gildi á fimmtu­dag­inn. 

Þegar giltu ströng skil­yrði fyr­ir þung­un­ar­rofi í Póllandi og hafa þau nú verið hert enn frek­ar. Þung­un­ar­rof er nú svo gott sem al­gjör­lega ólög­legt í Póllandi. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tísti í dag um stöðu rétt­inda kvenna í Póllandi en hún hefur áhyggjur af sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna og kyn­frelsi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert