Smit um borð í Norrænu

Norræna.
Norræna.

Von er á Nor­rænu til Seyðis­fjarðar í fyrra­málið. Að sögn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi kom í ljós, skömmu eft­ir brott­för ferj­unn­ar frá Hirts­hals í Dan­mörku á laug­ar­dag, að tveir farþegar voru smitaðir af Covid-19.

„Tveir farþegar voru með þeim í för en reyndust ósmitaðir og hafa þeir verið í sóttkví um borð. Enginn þessara fjögurra hefur einkenni smits og ekki er talin ástæða til að ætla að smit hafi borist í farþega eða áhöfn,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi.

Fjórmenningarnir munu fara í sýnatöku við komu og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir síðdegis á morgun eða annað kvöld. Áframhaldandi sóttkví bíður þeirra og einangrun í samræmi við reglur.

Þá seg­ir að sýni verði tek­in af öll­um 27 farþegum sam­kvæmt venju við komu til Seyðis­fjarðar sem svo verði í sótt­kví þar til niðurstaða ligg­ur fyr­ir í seinni skimun að fimm til sex dög­um liðnum.

mbl.is