Staðfestir tilmæli um frestun aðgerða

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Arnþór

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest tilmæli Ölmu D. Möller landlæknis þess efnis að valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum skuli frestað frá og með morgundeginum. Á vef Stjórnarráðsins segir að auglýsing þess efnis hafi verið send til birtingar í Stjórnartíðindum. 

Valkvæðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins verða þó heimilar á morgun, 27. október, og á miðvikudag, 28. október.

Frá og með morgundeginum og til 15. nóvember verður því ekki heimilt að framkvæma valkvæðar aðgerðir. Gildir þá einu hvort aðgerðirn­ar eru fram­kvæmd­ar inn­an eða utan spít­ala eða inn­an eða utan op­in­bera kerf­is­ins.

Þetta er gert í ljósi þess að svona aðgerðir geta kallað á inn­lagn­ir eða komu á bráðamót­töku, að sögn Ölmu D. Möller landlæknis.

mbl.is