Þríeykið fer yfir stöðuna ásamt Páli

Víðir, Þórólfur og Alma á einum af hinum fjölmörgu upplýsingafundum …
Víðir, Þórólfur og Alma á einum af hinum fjölmörgu upplýsingafundum almannavarna og embættis landlæknis. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Þar munu Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19-faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Gestur fundarins verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. mbl.is mun sýna beint frá fundinum og flytja fréttir af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert