Söguleg vinátta Tinnu og Ylfings

Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason eru saman á …
Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason eru saman á Waldorfleikskólanum. Skemmtileg tenging milli þeirra kom í ljós. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason eru bestu vinir. Þau eru þriggja ára og eru saman á Waldorfleikskólanum Sólstöfum, þar sem þau eru nánast óaðskiljanleg í leik og starfi.

Sérstök vinátta þeirra hefur verið gleðiefni foreldra þeirra frá upphafi en sú gleði magnaðist sannarlega sl. fimmtudag þegar upp rann fyrir foreldrunum mikilvæg tenging á milli forfeðra barnanna.

Í tilviljanakenndu grúski í síðustu viku komst Hulda Jónsdóttir Tölgyes, móðir Tinnu, að því að dr. Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og félagsmálafrömuður, væri langafi þessa vinar dóttur sinnar, Ylfings. Það eitt og sér væri skemmtileg staðreynd, enda dáður maður á sinni tíð, en hefur hér öllu meiri þýðingu. Árið 1956 sá Gunnlaugur nefnilega persónulega til þess að Ungverjinn Miklós Tölgyes kæmist til Íslands sem flóttamaður árið 1956.

Sá fékk síðan íslenskt nafn, Mikael Fransson, er 85 ára í dag og hefur getið af sér börn og fjölda barnabarna og barnabarnabarna. Eitt þessara barnabarnabarna er Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes. Tinna getur því þakkað langafa besta vinar síns tilveru sína og frændgarðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »