Áfengislagabreytingar úr ráðuneyti

Skálað í bjór.
Skálað í bjór. mbl.is/​Hari

Frumvarp til breytinga á áfengislögum er nú komið úr dómsmálaráðuneyti og er til yfirlestrar í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

Ekki er gert ráð fyrir að veigamiklar athugasemdir verði gerðar við það þar og að það ætti því að öðru jöfnu að geta farið á þingmálalista nú í nóvember.

Hins vegar á eftir að leggja það fram í ríkisstjórn, en þrátt fyrir að það kunni að hljóta samþykki þar er óvíst um hvernig málinu reiðir af í þingflokkum stjórnarflokkanna, svo það geti orðið stjórnarfrumvarp.

Í frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra er lagt til að rekstur innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda verði heimilaður. Þá er einnig lagt til að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert