Andlát vegna Covid-19

mbl.is

Einn lést af völdum Covid-19 hérlendis á síðasta sólarhring. Um er að ræða einstakling á níræðisaldri, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Því hafa 12 nú fallið frá vegna Covid-19, þar af tveir í þriðju bylgju faraldursins. 

Aldrei hafa fleiri legið á sjúkrahúsi vegna Covid-19 hérlendis en þar liggja nú 58 sjúklingar, þar af einn á gjörgæslu. Alls hafa 240 verið lagðir inn á sjúkrahús, þar af 39 á gjörgæslu, síðan faraldurinn fór að láta að sér kveða hérlendis.

mbl.is