Fjórir hundanna braggast vel þrátt fyrir brunann

Frá aðgerðum á vettvangi í gær þar sem fjórum hundum …
Frá aðgerðum á vettvangi í gær þar sem fjórum hundum var bjargað. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Nokkrir hundanna sem lentu í eldsvoða í Arakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í facebookfærslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hundum var bjargað úr eldsvoðanum en sex hundar drápust.

Hér má sjá einn hundanna sem braggast nú vel.
Hér má sjá einn hundanna sem braggast nú vel.

„Þegar dýrunum var bjargað meðvitundarlausum var þeim gefið súrefni og öndunarbelgir nýttir til að hjálpa þeim að anda,“ segir í færslunni. 

„Við fengum gær góðu fréttir í dag að þeir brögguðust vel. Meðfylgjandi eru myndir af tveimur þeirra sem við fengum sendar frá eiganda þeirra ásamt þökkum og skilum við góðum kveðjum til þeirra allra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert