Utanríkisráðuneytinu gert viðvart um mál dæmda níðingsins

Maðurinn var handtekinn á Spáni.
Maðurinn var handtekinn á Spáni. Ljósmynd/Spænska lögreglan

Utanríkisráðuneytinu var gert viðvart um mál Íslendingsins sem var dæmdur í Danmörku fyrir barnaníð en var handtekinn á Spáni í gær. Þá hafði hann verið á flótta undan dönskum yfirvöldum. 

„Okkur var gert viðvart um málið en að öðru leyti er það í öruggum höndum lögregluríkja í þessum löndum [Danmörku og Spáni],“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Ráðuneytið hefur ekki beina aðkomu að málinu. 

Spænska lögreglan sendi frá sér tilkynningu um málið í gær. Þar kom fram að hún hefði handsamað Íslending sem  flúði rétt­vís­ina í Dan­mörku þar sem hans bíður tólf ára fang­els­is­dóm­ur fyr­ir barn­aníð.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni tíu sinnum og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi. Þá var hann einnig fundinn sekur um vörslu barnakláms. Brotin áttu sér stað á árunum 2006 til 2010, bæði hér á landi og í Danmörku. Hann lagði á flótta áður en afplánun hófst. Því var evrópsk handtökuskipun gefin út á hendur manninum í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert