Góður gangur í vinnu við gerð snjóflóðavarna

Varnir. Búkollurnar eru stórvirk tæki, en stjórnendur þeirra eru Elíza …
Varnir. Búkollurnar eru stórvirk tæki, en stjórnendur þeirra eru Elíza Lífdís Óskarsdóttir og Dóra Sigfúsdóttir. Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins

Framkvæmdir hafa gengið vel undanfarið við gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað, byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar, og er verkið um það bil hálfnað. Verktaki er Héraðsverk ehf. og er áætlað að vinna áfram á þessu ári á meðan veður leyfir.

Við verkið hafa unnið 14-16 starfsmenn á stórvirkum vinnuvélum, en verklok eru áætluð í desember 2021, að því er segir á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.

Meðal stjórnenda á þessum stóru tækjum eru þær Elíza Lífdís Óskarsdóttir og Dóra Sigfúsdóttir, en þær stjórna hvor sinni búkollunni eins og þessir risavöxnu vörubílar eru kallaðir. Elíza segir í Morgunblaðið í dag í raun létt að stjórna þessum tækjum, sem geta borið yfir 30 tonn og eigin þyngd er nánast annað eins. Vinnan þessa dagana felist einkum í að keyra efni upp á varnargarða og við þá vinnu sé ekki fullt hlass á búkollunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert