Inger Erla kjörin forseti Sigríðar

Inger Erla Thomsen.
Inger Erla Thomsen. Ljósmynd/Aðsend

Inger Erla Thomsen var í gærkvöldi kjörin forseti Sigríðar - Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi á fyrsta aðalfundi félagsins í rúman áratug.

Kosið var um nýtt nafn félagsins og heitir félagið nú Sigríður - Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi. Nafnið vísar til Sigríðar í Brattholti, segir í fréttatilkynningu.

Þau sem einnig voru kosin í stjórn Sigríðar eru Ástþór Jón Ragnheiðarson varaforseti, Hafþór Ingi Ragnarsson gjaldkeri, Emil Gunnlaugsson ritari, ásamt Sigurði Inga Magnússyni, Eggerti Arasyni og Maríu Skúladóttur meðstjórnendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert