Krafa um gjaldþrotaskipti afturkölluð

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, segir ánægjulegt að segja frá því að gengið hafi verið frá kröfu um gjaldþrotaskipti á hendur útgáfufélagi Viljans; krafan sé afturkölluð og málið ekki lengur á dagskrá dómstóla.

Greint var frá kröfunni frá sýslumanninum á Vesturlandi í gær en málið átti að vera á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands 12. nóvember. Björn Ingi sagðist þá fyrst hafa lesið um kröfuna, sem nú hefur verið gengið frá, í fjölmiðlum.

Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig, að þurfa að lesa um svona í fréttum áður en maður fær sjálfur neina tilkynningu eða tækifæri til að bregðast við,“ skrifar Björn Ingi á Facebook.

Honum þykir vænt um hlýjar kveðjur og hug frá mörgum eftir fréttir gærkvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert