Leita manns í Stafafellsfjöllum

Stafafellsfjöll merkt með bláu á kortinu.
Stafafellsfjöll merkt með bláu á kortinu. Kort/Map.is

Lögreglan á Suðurlandi hefur boðað út allar björgunarsveitir í A-Skaftafellssýslu og á Austurlandi til leitar að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar.

Stafafellsfjöll.
Stafafellsfjöll. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar er að lenda á Hornafirði og mun aðstoða við leitina.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitum á suðausturhorninu hafi borist útkall um klukkan átta í kvöld. Ákvörðun hafi verið tekin að bæta í leitina þegar leið á kvöldið.

Alls eru nú um tíu hópar björgunarsveitafólks við leit en auk þess eru drónar nýttir til leitarinnar. Von er á sporhundum með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík.

mbl.is