Snaraukin útgjöld í velferð

Síaukinn hluti verðmætasköpunar rennur til tilfærslukerfa og fjárframlaga ríkissjóðs, en í minnisblaði, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær, kemur fram að um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda fer nú til almannatrygginga. Þau hafa nær tvöfaldast frá árinu 2013.

„Þessi þróun hefur átt sér stað jafnt og þétt í takt við mannfjölda, en útgjöldin hafa snarhækkað. Við höfum verið að styrkja þessi kerfi, og þau hafa fylgt launaþróun í landinu, en við höfum hækkað launin undanfarinn áratug meira en nokkurt annað land OECD, segir Bjarni Benediktsson í Morgunblaðinu í dag.

„Þess vegna skýtur skökku við að heyra suma tala um skerðingar í þessu samhengi, þegar allar tölur sýna hið gagnstæða.“ Hann bætir við að auk þess séu Íslendingar að eldast sem þjóð, sem hafi mikil áhrif.

„Við viljum ræða við vinnumarkaðinn um heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu, þar á meðal hækkun lífeyristökualdurs í áföngum. Það má öllum vera ljóst að þessi vöxtur er ekki sjálfbær. Það er mjög sláandi þegar ¼ teknanna fer í málaflokk, sem hefur verið í 14-15%.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »