42 smit innanlands

Alls greindust 42 smit innanlands í gær. Af þeim voru 52% í sóttkví en 20 einstaklingar voru utan sóttkvíar eða 48%.Nú eru 1.005 í einangrun á Íslandi en voru 1.062 í gær. Á spítala eru 62 sjúklingar með kórónuveiruna og af þeim eru tveir á gjörgæslu. 

Við landamærin voru greind 12 virk smit í gær og eitt við seinni skimun. Fjórir bíða mótefnamælingar. Þetta eru allt smit sem biðu mótefnamælingar í gær en nú hefur hluti þeirra verið staðfestur, það er að viðkomandi eru með virk smit.

1.730 eru í sóttkví og 1.605 eru í skimunarsóttkví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum. 

33 smit voru greind við einkennasýnatöku í gær og 9 við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Alls voru 1.473 sýni tekin innanlands í gær og 567 við landamærin. Þetta eru miklu færri sýni innanlands en tekin voru daginn áður, þriðjudag. 

Miðað við 100 þúsund íbúa er 211,1 smit innanlands síðustu tvær vikurnar en 24,3 á landamærunum á sama tímabili. 

12 börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, 24 börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og 93 börn 6-12 ára. 50 börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag þannig að alls eru 179 börn smituð af kór­ónu­veirunni í dag.

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 260 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 140 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 ára eru þau 136. Á sex­tugs­aldri eru 106 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru þeir 83 tals­ins. 43 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 40 á níræðisaldri og 20 einstaklingar yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er 790 í ein­angr­un og 1.093 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 56 smitaðir en 138 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 62 smit en 119 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra er 51 smit og 243 í sótt­kví. Á Norðvesturlandi eru 4 smit og 30 í sóttkví. Á Austurlandi er ekkert smit og enginn er í sóttkví. Á Vest­fjörðum eru 12 smit og 18 í sótt­kví og á Vest­ur­landi er 25 smit og 55 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 7 smitaðir og 34 í sótt­kví. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert