Leggur til hertar aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi dagsins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um enn hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins er í vinnslu og býst hann við því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra það síðar í dag.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Alls greindust 42 kórónuveirusmit innanlands í gær en Þórólfur sagði áhyggjuefni að samfélagssmit virtust vera að færast í vöxt.

„Með þetta í huga tel ég nokkuð einsýnt að það sé ekki hægt að slaka á aðgerðum innanlands,“ sagði Þórólfur.

Hann sagði að búast mætti við hertum aðgerðum í tvær til þrjár vikur. Útfærslan lægi ekki alveg fyrir en tillaga hans væri enn í smíðum. Ekki yrði um harðari aðgerðir að ræða á höfuðborgarsvæðinu, líkt og hefur verið undanfarnar vikur.

Núgildandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur segir að æskilegt væri ef hertar aðgerðir hans tækju gildi fyrr og helst fyrir helgi.

Að tveimur til þremur vikum liðnum væri hægt að slaka á aðgerðum ef vel gengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina