Lónið farið og leirinn ræktaður

Í morgun var hleypt úr Árbæjarlóni í síðasta sinn en aðgerðinni er ætlað styrkja lífríkið á svæðinu og laxinn í ánni geti gengið upp og niður ána. Leirinn sem eftir situr verður svo ræktaður upp með gróðri á svæðinu í kring.

mbl.is kíkti á aðstæður við ána í dag og í myndskeiðinu er rætt við Hólmfríði Sigurðardóttur, umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur haft umsjón með verkefninu. Hún segir að um einkar áhugaverða tilraun sé að ræða þar sem verið er að endurheimta hluta af ánni.  

Fuglalíf við Árbæjarlón er fjölskrúðugt enda hefur lónið verið kallað …
Fuglalíf við Árbæjarlón er fjölskrúðugt enda hefur lónið verið kallað Andapollurinn. Það nafn er þó líklega úr sögunni. Álftapar hefur verpt í hólma á svæðinu um árabil en ekki þykir líklegt að aðgerðin hafi áhrif á varpið. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert