Tækifæri í upplýsingatækni

Nýjasta tækni töfrar.
Nýjasta tækni töfrar. mbl.is/Árni Sæberg

Valgerður Hrund Skúladóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, vill að tryggt verði að Ísland standi framarlega í upplýsinga- og fjarskiptatækniðnaði. Það snúist ekki bara um að grípa tækifærin innanlands, heldur líka erlendis.

„Ísland þarf fjölbreyttari gjaldeyristekjur, og þá þurfum við að hugsa bæði til skamms og langs tíma. Við og Samtök iðnaðarins höfum lagt mikla áherslu á átak í menntun í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði á öllum skólastigum og tryggja þannig að það fjölgi í greinunum til framtíðar.“

Samtök iðnaðarins birta í dag nýja greiningu er nefnist „Ónýtt tækifæri í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaði á Íslandi“. Þar segir m.a. að þótt greinin hafi vaxið hér á landi á liðnum árum sé umfangið enn lítið í samanburði við önnur Evrópuríki, sé horft til útflutningsverðmætis, hlutdeildar í landsframleiðslu og fjölda einkaleyfisumsókna. Segja samtökin að þarna séu tækifæri sem þurfi að grípa. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að Íslendingar sóttu að meðaltali aðeins um fimm einkaleyfi á hverja milljón íbúa árin 2011-2017 á meðan evrópska meðaltalið er 19.

Í greiningu SI kemur fram að fyrirtækjum í UT hafi fjölgað um 57% á árunum 2010-2020 eða um 4,5% að meðaltali á milli ára á tímabilinu. Valgerður vill einnig að yfirvöld styrki markaðssókn greinarinnar erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert