Texasbúar fjölmenna á kjörstað

Fjölmargir hafa kosið í forsetakosningunum utan kjörfundar.
Fjölmargir hafa kosið í forsetakosningunum utan kjörfundar. AFP

Þegar hafa 8,4 milljónir Texasbúa kosið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hafa því þegar 94% af þeim sem kusu í kosningunum árið 2016 mætt á kjörstað. Jafngildir það því að tæp 50% kjósenda á kjörskrá í ríkinu hafi þegar kosið.

Spár gera ráð fyrir því að fleiri munu skila utankjörfundar atkvæðum en heildar fjöldi þeirra sem greiddi atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.

Enn eru tveir dagar þar sem kjósendur geta greitt snemmbúið atkvæði áður kjördagurinn sjálfur rennur upp þriðjudaginn 3. nóvember. Til marks um áhuga á kosningunum í ríkinu eru nú 12% fleiri á kjörskrá en voru árið 2019. Það jafngildir 1,9 milljónum kjósenda.

CNN segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert