Tveimur sagt upp á Hringbraut

Húsakynni Torgs í miðbæ Reykjavíkur.
Húsakynni Torgs í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveimur starfsmönnum Hringbrautar hefur verið sagt upp eftir að ritstjórn Hringbrautar var færð undir ritstjórn annarra miðla Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV auk annarra miðla.

Breytingarnar eru sagðar hafa haft í för með sér niðurskurð á rekstrarkostnaði sem leitt hafi til uppsagnanna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Björn Víglundsson, forstjóri Torgs, sendi starfsmönnum nú síðdegis.

Með breytingunum verður sjónvarpsstjóri og blaðamaður Hringbrautar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hluti ritstjórnar félagsins undir stjórn aðalritstjóra. Þetta segir Björn að muni „auka samstarf miðlanna og nýta betur þá ólíku miðlun sem félagið hefur yfir að ráða“.

mbl.is