Ungmenni flutt á sjúkrahús

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjögur 17 ára ungmenni voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í nótt eftir bílveltu. Ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í beygju skammt frá skotsvæðinu í Hlíðarfjalli með þeim afleiðingum að hún fór út af og valt þrjár veltur. Slysið varð skömmu fyrir eitt í nótt að sögn varðstjóra. 

mbl.is