Virðist meira smitandi en áður

Alma Möller landlæknir á fundi dagsins.
Alma Möller landlæknir á fundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer um samfélagið virðist meira smitandi en í fyrstu bylgju veirunnar í vor. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Alma benti á að smitstuðullinn hefði verið hærri og að raðgreiningar erlendis frá bentu einnig til þess.

Landlæknir ítrekaði mikilvægi smitvarna og sagði að við yrðum hvert og eitt að leggja okkar af mörkum í þeim.

Alma sagði að allir yrðu að þvo sér um hendur með sápu í 20 sekúndur, spritta hendur eða þvo fyrir og eftir við snertum sameiginlega snertifleti og forðast að vera með hendurnar í andlitinu.

Enn fremur benti hún á að forðast hópamyndun og vera heima ef fólk finnur einkenni og panta sýnatöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert