75 ný smit innanlands

Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greind­ust 75 kórónuveirusmit inn­an­lands í gær. Nú eru 996 í ein­angr­un en þeir voru 1.005 í gær. Á spít­ala eru 64 sjúk­ling­ar veikir af Covid-19 og af þeim eru fjórir á gjör­gæslu. 

15 af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu en hinir 60 voru í sóttkví. 

Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í gær en fjórir bíða mótefnamælingar.

1.654 eru í sótt­kví og 1.443 eru í skimun­ar­sótt­kví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sótt­kví á milli skim­ana á landa­mær­un­um. 

Um 2.000 sýni voru tek­in inn­an­lands í gær og 465 við landa­mær­in. 

Nýgengi smita innanlands á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikurnar er nú 213,3 en 24,8 við landamærin.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert