Ættum að vera hærri en tölurnar sýna

Í ársskýrslu Hugverkastofunnar fyrir árið 2019 segir að í lok …
Í ársskýrslu Hugverkastofunnar fyrir árið 2019 segir að í lok þess árs hafi samtals 85 gild einkaleyfi verið í eigu íslenskra aðila.

Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um ónýtt tækifæri í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaði eru Íslendingar miklir eftirbátar nágrannaþjóðanna þegar kemur að einkaleyfum í iðnaðinum.

Í nýútkominni greiningu Samtaka iðnaðarins segir að ástæðuna megi að einhverju leyti rekja til lítillar hlutdeildar fólks með STEM-færni (menntun í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði ) á íslenskum vinnumarkaði en Ísland rekur þar lestina í hópi OECD-landa.

Í áframhaldandi umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, að einkaleyfaskráning þurfi að fá meiri fókus í atvinnulífinu, sem haldist í hendur við uppbyggingu fjórðu stoðarinnar í íslensku hagkerfi, þ.e. útflutningsstoðar sem byggist á hugviti og nýsköpun. Aðrir grunnatvinnuvegir á Íslandi séu í minni mæli í einkaleyfadrifinni starfsemi, en þar á Árni við stoðirnar þrjár; sjávarútveg, orku- og ferðaiðnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »