Beint: Kynning á framkvæmdum á húsnæðismarkaði

Sérstök áhersla verður á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru …
Sérstök áhersla verður á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru í gangi, auk þess sem sagt verður frá því hver verða næstu þróunarsvæðin í borginni. mbl.is/Árni Sæberg

Nýjustu upplýsingar um framkvæmdir á húsnæðismarkaði í Reykjavík verða kynntar í beinni útsendingu nú í morgunsárið. Útsending hefst klukkan níu og verður henni streymt hér að neðan. Útsendingunni lýkur svo klukkan ellefu. 

Sérstök áhersla verður á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru í gangi, auk þess sem sagt verður frá því hver verða næstu þróunarsvæðin í borginni, að því er fram kemur í tilkynningu.  

Dagskráin er eftirfarandi:

 • Uppbygging íbúða í borginni og Græna planið
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
 • Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík
  Þröstur Sigurðsson frá Arcur
 • Ártúnshöfði og Elliðaárvogur: Nýr og grænn borgarhluti í mótun
  Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Arkís
 • Meiri borg, kröftugur og sjálfbær vöxtur til langrar framtíðar
  Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, og
  Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags
mbl.is