Bingó í beinni sló í gegn

Sigurður Þorri Gunnarsson var í stuði í bingóinu í gær.
Sigurður Þorri Gunnarsson var í stuði í bingóinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var einstaklega gaman og ég hef fengið góð viðbrögð við útsendingunni. Það er gaman að geta glatt á þessum tímum,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100.

Siggi stjórnaði bingó-fjölskyldugleði sem var í beinni útsendingu á mbl.is í gærkvöldi. Þátttaka í bingóinu var vonum framar að sögn Sigga; þúsundir spiluðu á tugþúsundir bingóspjalda og hundruð vinninga gengu út.

„Þetta gekk það vel að við ætlum að keyra á þetta aftur eftir viku. Við verðum í beinni á mbl.is næsta fimmtudagskvöld og vonum að sem flestir verði með okkur og freisti þess að vinna fjölbreytta vinninga,“ segir Siggi, sem naut aðstoðar Evu Ruzu í útsendingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert