Gefa fólki í neyð 40.000 máltíðir

Matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands
Matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla.

„Þetta er viðleitni okkar til þess að aðstoða fólk sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna kórónuveirunnar og afleiðinga hennar,“ segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Það kreppir víða að í þjóðfélaginu þessa dagana, en það á enginn að líða neyð vegna þess. Það er mikilvægt að við stöndum saman í þeirri baráttu.“

Ljóst er að verðmæti matvörunnar er verulegt, en Þórólfur vill ekki slá tölu á það. Maturinn er bæði kjöt, fiskur og mjólkurvara, allt íslensk hágæðamatvara, en Þórólfur segir að þar ræði ekki um mat, sem kominn er nálægt síðasta söludegi. „Nei, þetta er allt fyrsta flokks matur, hið sama og við erum að flytja úr landi eða selja í búðir hér innanlands.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert