Grímuskylda í Strætó fyrir 6 ára börn og eldri

Frá og með morgundeginum munu 6 ára börn og eldri …
Frá og með morgundeginum munu 6 ára börn og eldri þurfa að nota grímu í vögnum Strætó. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum mun vera krafa um að sex ára börn og eldri munu þurfa að bera grímu í strætisvögnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó BS.

„Hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda taka gildi á morgun, 31. október. Eina breytingin sem nær til Strætó er að börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin grímuskyldu um borð í Strætó. Þetta gilti áður um börn fædd 2005 og síðar,“ segir í tilkynningunni.

Þá verða vagnar Strætó áfram undanþegnir reglum um fjöldatakmarkanir. „Andlitsgrímuskylda verður áfram gildi fyrir alla farþega og vagnstjóra hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.“

mbl.is