Grunaðir um akstur undir áhrifum

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Allir voru þeir látnir lausir að sýnatöku lokinni, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig bárust nokkrar tilkynningar um tónlistarhávaða sem lögreglan sinnti.

mbl.is