IKEA lokar á morgun

Jólavörur í verslun IKEA.
Jólavörur í verslun IKEA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til að tryggja öryggi bæði viðskiptavina og starfsfólks verður verslun IKEA lokuð frá laugardeginum 31. október og þar til aðstæður leyfa annað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Það er von forsvarsmanna IKEA að samstaða bæði einstaklinga og fyrirtækja verði til þess að draga megi úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem fyrst,“ segir ennfremur. 

Þá er tekið fram, að vefverslun IKEA verði opin og fyllstu varúðar sé gætt við afgreiðslu pantana. Þá geti viðskiptavinir verslað á vefnum og sótt í verslunina á sama hátt og gert var í vor. Viðskiptavinir eru hvattir til að leita nánari upplýsinga á vefnum IKEA.is

Jólavörur í verslun IKEA.
Jólavörur í verslun IKEA. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is