Misvísandi upplýsingar um veiruna á samfélagsmiðlum

Upplýsingaóreiða í kringum kórónuveiruna hefur valdið áhyggjum.
Upplýsingaóreiða í kringum kórónuveiruna hefur valdið áhyggjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæp 80% Íslendinga sem höfðu séð eða heyrt misvísandi upplýsingar um kórónuveiruna fengu þær á samfélagsmiðlum, samkvæmt nýlegri könnun. Þó höfðu einungis 30% svarenda orðið vör við rangar eða misvísandi upplýsingar um veiruna og sjúkdóminn sem hún veldur.

Þetta kemur fram skýrslu vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og kórónuveiruna, en hún var birt í dag. Í skýrslunni má sjá að Íslendingar telja sig flesta vera mjög eða fremur vel upplýsta um kórónuveiruna og yfirgnæfandi meirihluti svarenda sagðist hafa fengið hæfilegt magn af upplýsingum um hana.

Þá sögðust yfir 80% treysta innlendum fjölmiðlum, rúm 40% erlendum fréttasíðum en einungis 10% treystu samfélagsmiðlum. Af þeim sem höfðu rekist á rangar eða misvísandi upplýsingar höfðu langflestir séð þær á samfélagsmiðlum, eins og greint er frá að ofan, en tæplega 30% sögðust hafa fengið þær frá íslenskum miðlum og 40% frá erlendum.

Skýrslu vinnuhópsins má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert