Rigning með köflum í dag

Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig.
Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er austlægri átt í dag, 8-15 metrum á sekúndu, hvassast á annesjum og rigning verður með köflum. Talsverð úrkoma verður suðaustantil fram eftir degi.

Hægari suðlæg átt og léttir til fyrir norðan í kvöld, en suðvestan 8-15 og skúrir fyrir sunnan. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, mildast við suðurströndina.

Á morgun verður suðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á N- og A-landi. Lægir heldur annað kvöld og frystir inn til landsins, en norðan 5-10 og fer að rigna á Austfjörðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is