Takmarkanir í efstu stigum grunnskóla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðhera á blaðamannafundi í Hörpu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðhera á blaðamannafundi í Hörpu. Eggert Jóhannesson

Reglur á skólastarfi út veturinn verða kynntar um um helgina að sögn Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar sóttvarnaraðgerðir.  Hún segar að kynntar verði takmarkanir fyrir nemendur á efstu stigum grunnskóla.  Hún segar að tveggja metra reglan muni ekki gilda í leikskólum og á yngri stigum grunnskóla. Hins verði takmarkanir á efri stigum grunnskóla kynntar. 

Reglugerð muni gilda út veturinn 

Ný reglugerð um skólahald verður kynnt um helgina og að sögn Lilju er stefnt að því að reglugerðin muni gilda út skólaárið. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um yngstu aldurshópana okkar og það á við um leik og grunnskóla,“ segir Lilja.

Þó er ljóst að kynntar verða reglur fyrir efri stig grunnskóla auk þess sem hömlur verða í skólastarfi í framhaldsskóla líkt og verið hefur.   

„Allt samfélagið þarf að vinna saman að því að kveða niður veiruna. Við erum hins vegar að forgangsraða í þágu menntunar og skólahald verður áfram. Það verða ákveðnar takmarkanir fyrir efstu stig grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir Lilja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina